Heim     ​    Um okkur        AI Námskeið       Gervigreindaraðstoð        Vefkennslukerfi        Störf        Hafa samband

Velkomin í
framtíðina

Affekta sérhæfir sig í þróun kennslulausna sem þjóna nemendum og þörfum þeirra með því að gera fræðslu aðgengilega og skemmtilega.

AI Námskeið

Við bjóðum

Affekta býður upp á námskeið um gervigreind og fjórðu iðnbyltinguna. Gervigreind snertir líf okkar allra á fleiri vegu en flestir gera sér almennt grein fyrir. Í breytilegu samfélagi sem verður sífellt sjálfvirknivæddara og tæknilegra er því mikilvægt að vita hvað gervigreind er og gera sér grein fyrir möguleikum hennar og takmörkunum.

Meira
Gervigreindaraðstoð

Við bjóðum

Affekta hannar kennslukerfi sem styðst við gervigreind. Til að skilja upplifun og þarfir notenda með það að markmiði að gera námsupplifun sem jákvæðasta. 

Rannsóknir benda til þess að bæta megi námsárangur nemenda um 20- 40% með aðstoð gervigreindar.

Meira
Vefkennlukerfi

Við bjóðum

Affekta býður fyrirtækjum upp á vef-kennslukerfi sem heldur utan um alla fræðslu og gerir nám einfalt og aðgengilegt fyrir starfsfólk. Lykilþáttur í velgengni fyrirtækja er mannauðurinn og því er mikilvægt að sjá til þess að starfsfólk fái fyrsta flokks fræðslu frá fyrirtækinu og jákvæða upplifun sem er sérsniðin að hverjum notanda.

Meira

Affekta (áður Skákgreind) er sprotafyrirtæki sem Héðinn Steingrímsson stofnaði árið 2017. Affekta hefur hlotið styrki á borð við Erasmus Plus og Vaxtar styrki frá Tækniþróunarsjóði Rannís til að þróa tækni sem að nemur upplifun og líðan með hjálp gervigreindar. Einnig erum við með styrk úr Geðræktarsjóði. Affekta þróar og rekur vefkennslukerfi fyrir fyrirtæki og fræðslustofnanir auk þess að stunda rannsóknir á notkun gervigreindar. 

Affekta er í samstarfi við innlenda og erlenda háskóla á sviði gervigreinar, tölvunnarfræði, menntavísinda og sálfræði. Vefkennslukerfi Affekta er bylting á sviði fræðslu og endurmenntunar. Kerfið er þróað þannig að það aðlagar námsefni og framsetningu hverju sinni og les upplifun notandans um leið. 

Hjá Affekta starfa um fimmtán einstaklingar með háskólamenntun á ýmsum sviðum og þverfaglegan bakgrunn.Affekta hefur það að markmiði að vinna að vönduðum og faglegum verkum sem getur einfaldað og eflt líf þeirra sem á þurfa að halda.

Hjá Affekta starfa metnaðafullir háskólamenntaðir einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn og til að gera kerfið okkar og starfsemi enn betra erum við alltaf til í að skoða áhugasama og metnaðafulla einstaklinga til að bæta fagþekkingu við okkar störf.  

Þér gefst ækifæri til að vera hluti af hópi fjölbreyttra hæfileikaríkra einstaklinga sem vinna að lausn sem mun hafa áhrif á líf margra. Við erum að þróa LMS með gervigreind vélanámslíkönum.

Affekta leitar að dyggum einstaklingi til hugbúnaðarþróunar. Við erum að nota Blazor WASM tækni til að afhenda C# á biðlarann og ASP.NET hýst API þjónustu sem tengist Azure skýjagagnageymslu og forritaþjónustu.
Sendu okkur CV þitt á:  jobs@affekta.is

Email: affekta@affekta.com
Skipholt 35, 105 Reykjavik, 3rd floor
MON-FRI 09:00 - 17:00